f÷studagur, 23. febr˙ar 02 2018

     Viðurkenning frá Creditinfo


 

Fréttir

Janúar 2016

Árið 2015 var mjög hagstætt í rekstri Frostmarks.

Næg verkefni og fjölbreytt. Áberandi var að bjartsýni var meiri en undanfarin ár.

Ný kerfi voru sett upp víða, í fiskvinnslunni, kjötvinnslunni, grænmetinu, drykkjarframleiðslunni.
Einnig var mikið um að vera í kringum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Snæís í Grundarfirði stækkaði ísverksmiðju sína um 33%.

Kröfur sem eru gerðar til nýkerfa eru að þau bjóði uppá aukið rekstraröryggi, minni orkukostnað,
góðan upplýsinga búnað þar sem hægt er að rekja kæliferla og keyrsluferla kerfanna.

Samstarf Frostmarks og fyrirtækja á svið rannsókna og líftækni eru ávalt hluti verkefna okkar.

Áhersla á ferskleika vöru eykst stöðugt. Til að ná sem bestum árangri þarf að leggja áherslu á kælingu vörunnar frá fyrstu stundu og alla leið á borð neytandans. Það eykur líka endingu vörunnar.

Gerðar eru auknar kröfur um skráningarferli hitastigs á vöru þar sem hægt er að fylgjast með hitastigi vörunnar frá upphafi framleiðslunnar og alla leið til endanlegs kaupanda.

Því hefur Frostmark kappkostað að hanna og smíða kælibúnað sem uppfyllir ítrustu kröfur á þessu sviði.

Frostmark hefur verið í samstarfi við Matís varðandi úttektir og prófanir búnaðar.

Frysting matvæla er og verður áfram til staðar. Þar hafa mörg verkefni verið unnin á síðasta ári. Eins og annars staðar er áherslan á rekstraröryggi og betri nýtingu orkunnar.

Febrúar 2016
Frostmark fékk viðurkenningu
frá Creditinfo sem
framúrskarandi fyrirtæki árið 2015
sjötta árið í röð

Febrúar 2015
Frostmark fékk viðurkenningu
frá Creditinfo sem
framúrskarandi fyrirtæki árið 2014
fimmta árið í röð

Desember 2014

Kynningarmyndband sjókælikerfis Frostmarks.

Febrúar 2014
Frostmark fékk viðurkenningu
frá Creditinfo sem
framúrskarandi fyrirtæki árið 2013

Febrúar 2013
Frostmark fékk viðurkenningu
frá Creditinfo sem
framúrskarandi fyrirtæki árið 2012

Febrúar 2012
Frostmark fékk viðurkenningu
frá Creditinfo sem
framúrskarandi fyrirtæki árið 2011

Febrúar 2011
Frostmark fékk viðurkenningu
frá Creditinfo sem
framúrskarandi fyrirtæki árið 2010

image002.png