fimmtudagur, 26. aprÝl 04 2018

     Viðurkenning frá Creditinfo


 

Þjónustusamningar

Samningar viðskiptavina um fasta þjónustu við Frostmark fjölgar stöðugt. Samningurinn felur í sér að tæknimaður frá Frostmarki kemur með reglulegu, fyrirfram ákveðnu millibili til að yfirfara kerfi viðskiptavinarins. Tíðni heimsókna getur verið frá einni heimsókn á ári upp í einu sinni í mánuði, allt eftir óskum og þörfum viðskiptavinar. Þjónusta þessi er framkvæmd samkvæmt sérstöku þjónustuformi Frostmarks.
 

Ágæti þessarar þjónustu hefur fyrir löngu sannað sig með fækkun bilana, auknu rekstraröryggi kerfanna og lægri rekstrarkostnaði. Ennfremur hefur stórtjónum með tilheyrandi kostnaði og rekstrarstöðvun fækkað hjá þeim viðskiptavinum sem hafa slíkan samning.

 

 

Fjargæsla


Fjargæsla kæli- og frystikerfa yfir Internet er þjónusta sem stendur viðskiptavinum Frostmarks til boða. Þessi þjónusta gerir tæknimönnum Frostmarks kleift að fylgjast með kerfum viðskiptavinarins án þess að fara á staðinn til eftirlits með tilheyrandi kostnaði. Ennfremur auðveldar slíkur búnaður vélgæslumönnum viðkomandi fyrirtækja starf sitt, þar sem aðvaranir og bilanatilkynningar eru sendar sjálfvirkt í farsíma þeirra með SMS. Þá getur viðkomandi starfsmaður tengst kerfinu úr hvaða tölvu sem er til að fá nánari upplýsingar um eðli bilunar/aðvörunar.

 

Þessi þjónusta stendur öllum okkar viðskiptavinum til boða, hvort heldur sem er innanlands eða utan. Það eina sem þarf er símalína. Í dag eru á þriðja tug viðskiptavina Frostmark tengdir fjargæslukerfinu.

 
 
Almenn þjónusta


Frostmark býður ennfremur upp á hefðbundna viðhalds- og viðgerðarþjónustu með stuttan viðbragðstíma á útköllum, ásamt fljótri og faglegri þjónustu sem aðalsmerki. Til að mæta þjónustunni og tryggja að viðskiptavinir Frostmarks verði fyrir sem minnstum rekstrarröskunum hefur Frostmark ávallt fyrirliggjandi varahlutalager sem tekur á öllu því helsta sem þarf að skipta út við bilanir og eftirlit. 

  

Frostmark býður viðskiptavinum upp á 24 tíma bakvaktaþjónustu allt árið um kring.